Íslensku auglýsingaverðlaunin
#LÚÐURINN
Lúðurinn eru verðlaun sem veita frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum, sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt, viðurkenningu.
Lúðurinn: www.ludurinn.is.
Myndir skulu ekki vera stærri en 5MB og af gerðinni jpeg eða png. Mælt er með að allar myndir séu af stærðinni 1920 x 1080 px.
Myndbönd skulu ekki vera stærri en 500 MB og af gerðinni mov eða mp4.
Öllum innsendingum þarf að fylgja aðalmynd- heil mynd sem má fylla út í ramma- í stærð 1920 x 1080 px. Myndin er notuð í dagpblaðaprent og á sýningartjaldi á verðlaunakvöldi.
Óheimilt er að setja inn árangurstölur nema þar sem það er sérstaklega tekið fram (PR flokkur)
Sé þörf á að vekja sérstaka athygli á tilteknum þáttum innsendra auglýsinga er gott að nýta síður fyrir frjálsa nýtingu til þess. Sem dæmi um slíkt væri t.d. að þysja inn á myndefni eða texta sem óskað er eftir að dómnefnd veiti sérstaka athygli.
Ekki má skila inn „case study“-myndbandi um efni, nema þar sem það er sérstaklega tekið fram.
Ekki er heimilt að hljóðsetja myndbandsupptökur eða myndbönd með öðrum hljóðum en þeim sem birtust þeim sem sáu auglýsinguna upphaflega.
Nákvæmur kreditlisti yfir eftirfarandi fagsvið skal fylgja innsendingum: hönnuðir, texta- og hugmyndasmiðir, markaðsráðgjafi á stofu, starfsfólk fyrirtækis (markaðsdeildar) sem að verki kom, leikstjóri, framleiðandi, ljósmyndari, auk annarra sem að verki komu og rétt þykir að tiltaka.
Efni sem sent er inn áskilur ÍMARK sér rétt til að birta opinberlega í tengslum við kynningu keppninnar og frétta í kjölfar hennar. Dómnefnd áskilur sér rétt til að ógilda innsendingar sem ekki fara að reglum eða sendar eru inn í ranga flokka.
Í öllum flokkum er dæmt út frá því hversu skapandi hugmyndin var og hversu vel útfærð.
Dómnefnd áskilur sér rétt að ógilda innsendingar sem ekki fara að reglum.