Flokkar Lúðursins

Lúðurinn

Lúðurinn
Kvikmyndaðar auglýsingar

01: Kvikmyndaðar auglýsingar - Lengri
Early Bird Fee: 12.800,00

Auglýsingar, 30–180 sekúndur, leiknar, ljósmyndaðar eða teiknaðar, sem birtar eru í keyptum miðlum (sjónvarpi, kvikmyndahúsum, samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum). Innsendingin er takmörkuð við þrjár auglýsingar í fullri lengd séu þær hluti af sömu herferð en samanlögð lengd auglýsinga skal ekki fara yfir 3 mínútur. Ekki er leyfilegt að senda sömu auglýsingu í báða flokka, styttri og lengri.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS
SILFURHAFI SÍÐASTA ÁRS
Enter this Category

02: Kvikmyndaðar auglýsingar - Styttri
Early Bird Fee: 12.800,00

Auglýsingar 0–30 sekúndur, leiknar, ljósmyndaðar eða teiknaðar, sem birtar eru í keyptum miðlum (sjónvarpi, kvikmyndahúsi, samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum). Innsendingin getur verið sería af stuttum auglýsingum sem tilheyra sömu herferð, en er takmörkuð við 5 auglýsingar. Auglýsingarnar skulu vera hugsaðar frá upphafi sem stuttar auglýsingar en ekki styttar útgáfur af lengri auglýsingu. Samanlögð lengd auglýsinga skal ekki fara yfir 3 mínútur. Ekki er leyfilegt að senda sömu auglýsingu í báða flokka, styttri og lengri.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS
Enter this Category
Lúðurinn
Prentauglýsingar

03: Prentauglýsingar
Early Bird Fee: 12.800,00

Auglýsingar sem gerðar eru til birtinga í dagblöðum og/eða tímaritum. Innsendingin er takmörkuð við þrjár auglýsingar séu þær hluti af sömu herferð.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Hljóðauglýsingar

04: Hljóðauglýsingar
Early Bird Fee: 12.800,00

Auglýsingar sem eru gerðar sérstaklega fyrir og birtar á keyptum hljóðmiðlum s.s útvarpi og stafrænum miðlum. Hljóðrásir af sjónvarpsauglýsingum eru ekki gildar. Innsendingin er takmörkuð við 1-3 auglýsingar sömu herferðar og skulu þær settar saman í eina samsetta skrá. Hámarkstími í spilun má ekki fara yfir 2 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Bein markaðssetning

05: Bein markaðssetning
Early Bird Fee: 12.800,00

Bein markaðssetning er t.d. markpóstur á prentuðu eða rafrænu formi, hlutur eða gjörningur sem sendur er á fyrirfram skilgreindan hóp. Lágmarksfjöldi markhóps er 30 einstaklingar/fyrirtæki. Innsendingin er takmörkuð við 1–5 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Hámarkstími í spilun má ekki fara yfir 2 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Veggspjöld og skilti

06: Veggspjöld og skilti
Early Bird Fee: 12.800,00

Tvívíð grafík og hreyfð grafík, t.d. á hefðbundnum veggspjöldum og/eða umhverfisskiltum. Innsendingin er takmörkuð við þrjár auglýsingar séu þær hluti af sömu herferð.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

SILFURHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Umhverfisauglýsingar

07: Umhverfisauglýsingar
Early Bird Fee: 12.800,00

Þrívíð grafík eða innsetning í umhverfi, til auglýsinga á vöru og/eða þjónustu. Innsendingin er takmörkuð við þrjár auglýsingar séu þær hluti af sömu herferð.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Viðburðir

08: Viðburðir
Early Bird Fee: 12.800,00

Sýningarbásar eða viðburðir sem vekja athygli á vöru og/eða þjónustu, eða byggja upp ímynd fyrirtækis með því að virkja skilgreindan markhóp til þátttöku. Ef myndband/myndbönd er notað til útskýringar skal samanlagður spilunartími ekki vera lengri en 2 mínútur. Innsendingin er takmörkuð við 1–5 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Hámarkstími í spilun má ekki fara yfir 2 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
PR

09: PR
Early Bird Fee: 12.800,00

Hér skulu innsendingar sýna hvernig strategísk PR-vinnubrögð og skapandi aðferðir hafa verið notaðar til að koma tilteknum boðskap á framfæri. Hér er horft til þess hversu frumleg, skapandi og vel útfærð hugmyndin er að því fá fjölmiðla til að fjalla um tiltekið mál þannig að erindið rati til markhópsins og styðji við herferðina í heild sinni. PR-hugmyndin ætti að hafa skapað áunna (e. earned) umfjöllun og því er í þessum flokki leyfilegt að sýna hvers kyns umfjöllun herferðin fékk og hvernig umfjöllunin leiddi af hugmyndinni. Innsendingin er takmörkuð við 1–10 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Leyfilegt er að senda inn myndband sem útskýrir verkefnið en skal samanlagður spilunartími ekki vera lengri en 3 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Stafræn auglýsing

10: Stafræn auglýsing
Early Bird Fee: 12.800,00

Auglýsing sem nýtir stafræna miðla til að koma skilaboðum til skila, vekja hughrif hjá markhóp eða styrkja ímynd (án þess að krefjast neinnar þátttöku). Undir þennan flokk falla allir stafrænir miðlar s.s. vefborðar, samfélagsmiðlar, míkrósíður, o.s.frv. Innsendingin er takmörkuð við 1–5 auglýsingar sömu herferðar. Hámarkstími myndbanda í spilun má ekki fara yfir 3 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category

11: Stafræn auglýsing - Gagnvirkar/virkjun
Early Bird Fee: 12.800,00

Auglýsingar sem nýta stafræna miðla til að virkja markhóp til þátttöku á einhvern hátt. Undir þennan flokk falla allir stafrænir miðlar s.s. vefborðar, samfélagsmiðlar, míkrósíður, leikir, smáforrit o.s.frv. Hér er verðlaunað efni sem hefur virkjað skilgreindan markhóp á skýran, málefnalegan og skapandi hátt og dæmt er út frá því hversu skapandi hugmynd var og hversu vel útfærð. Sýna má viðbrögð markhóps í þeim tilgangi að útskýra hvernig hugmyndin var útfærð, þó án þess að birta tölur um fjölda eða árangur. Hér má einnig senda inn hlekk á vefsvæði eða samfélagsmiðla til að hægt sé að skoða virknina. Innsendingin er takmörkuð við 1–5 auglýsingar innan sömu herferðar. Hámarkstími myndbanda í spilun má ekki fara yfir 3 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Almannaheillaauglýsingar

12: Almannaheillaauglýsingar - Kvikmynduð auglýsing
Early Bird Fee: 12.800,00

Undir þennan flokk falla kvikmyndaðar auglýsingar, leiknar, ljósmyndaðar eða teiknaðar, sem birtar eru í keyptum miðlum (í sjónvarpi, kvikmyndahúsum, á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum). Undir almannaheillaflokka falla allar auglýsingar félagasamtaka sem starfa í almannaþágu og þær auglýsingar opinberra aðila sem ætlað er að stuðla að almannaheill. Auglýsingar opinberra aðila sem eiga einungis að bæta ímynd eða skila fjárhagslegum ávinningi falla ekki hér undir. Innsendingin er takmörkuð við fimm auglýsingar séu þær hluti af sömu herferð, en samanlögð lengd auglýsinga skal ekki fara yfir 3 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category

13: Almannaheillaauglýsingar - Opinn flokkur
Early Bird Fee: 12.800,00

Undir þennan flokk falla stakar almannaheillaauglýsingar aðrar en kvikmyndaðar auglýsingar, t.d. prentaðar auglýsingar, stafrænar auglýsingar, umhverfisgrafík o.s.frv. og gilda sömu reglur og fyrir þá flokka sem efnið hefði fallið undir ef það væri ekki almannaheillaefni. Undir almannaheillaflokka falla allar auglýsingar félagasamtaka sem starfa í almannaþágu og þær auglýsingar opinberra aðila sem ætlað er að stuðla að almannaheill. Auglýsingar opinberra aðila sem eiga einungis að bæta ímynd eða skila fjárhagslegum ávinningi falla ekki hér undir. Innsendingin er takmörkuð við 1–10 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Hámarkstími í spilun má ekki fara yfir 3 mínútur. Vinsamlegast taka fram í útskýringatexta hvar þessi innsending ætti heima ef hún væri ekki í Almannaheillaauglýsingar - Opinn Flokkur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category

14: Almannaheillaauglýsingar - Herferðir
Early Bird Fee: 12.800,00

Herferð sýnir hvernig ólíkir miðlar voru nýttir á skapandi og viðeigandi hátt, til að mynda eina heild og koma koma sömu skilaboðum til ákveðins markhóps, eða hafa áhrif á viðhorf á heildrænan og samstæðan hátt. Undir almannaheillaflokka falla allar auglýsingar félagasamtaka sem starfa í almannaþágu og þær auglýsingar opinberra aðila sem ætlað er að stuðla að almannaheill. Auglýsingar opinberra aðila sem eiga einungis að bæta ímynd eða skila fjárhagslegum ávinningi falla ekki hér undir. Ekki skal senda inn kynningarmyndband á herferðinni sem heild, heldur einungis stakar myndir og myndbönd af einstökum hlutum hennar. Innsendingin er takmörkuð við 1–15 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Hámarkstími í spilun má ekki fara yfir 7 mínútur. Herferð mætti eiga við 2 ár aftur í tímann.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Mörkun - ásýnd vörumerkis

15: Mörkun - ásýnd vörumerkis
Early Bird Fee: 12.800,00

Mörkun eða endurmörkun fyrirtækis tekur til nýrra eða eldri vörumerkja. Um er að ræða breytingar á heildarásýnd vörumerkis: merki, útliti, tóni o.s.frv. Sýna skal útlit fyrir og eftir breytingu sé um endurmörkun að ræða. Leyfilegt er að senda inn hreyfða útfærslu á merki og myndband sem sýnir mörkunina . Innsendingin er takmörkuð við 1–15 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Hámarks spilunartími myndbanda samtals má ekki vera lengri en 3 mínútur og forðast skal endurtekningu á því efni sem birtist í myndbandi í innsendingu.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category
Lúðurinn
Herferð

16: Herferð
Early Bird Fee: 59.000,00

Herferð sýnir hvernig ólíkir miðlar voru nýttir á skapandi og viðeigandi hátt, til að mynda eina heild og koma koma sömu skilaboðum til ákveðins markhóps, eða hafa áhrif á ímynd fyrirtækis á heildrænan og samhentan hátt. Ekki skal senda inn kynningarmyndband á herferðinni sem heild, heldur einungis stakar myndir og myndbönd af einstökum hlutum hennar. Innsendingin er takmörkuð við 1–15 skrár innan sömu herferðar (myndir eða myndbönd). Hámarkstími í spilun má ekki fara yfir 7 mínútur.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category

ÁRA

ÁRA
ÁRA

17: ÁRA
Early Bird Fee: 64.100,00

Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndarer sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir,birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Greinargerðin og sönnun á árangri er mikilvægasti þáttur innsendingarinnar. Greinargerðin þarf að innihalda lýsingu á markaði og samkeppnisumhverfi, markaðsáætlun og markmiðumog síðast en ekki síst sönnun á árangri herferðarinnar. Greinargerðin er grunnurinn að einkunnagjöfinni. Reynslan hefur sýnt aðsigurinnsendingar eru:
• Beinskeyttar: Þær segja sögu sína í auðlesnum og skrumlausum stíl.
• Skýrar og auðskildar: Innsendingarþurfa að skýrar og aðgengilegar.
• Hnitmiðaðar: Takmarka skal efnið við rýmiðsem veitt er í staðlaða forminu. Innsendingarsem fara fram úr því verða dæmdar ógildar.
• Sönnun á árangri er skýr: Mikilvægt er aðsýna fram á raunverulegan árangur meðrökstuddum hætti.

Auglýsingaherferðir sem birtust á Íslandi milli 1. janúar 2023 og 31.desember 2024 eru gjaldgengar í keppnina. Herferðir mega hafa hafist áður en verða að hafa birst á þessu tímabili og hafa tengingu við það. Leyfilegt er að endursenda inn herferðir oftar en eitt keppnisár,svo framarlega sem þær hafa tengingu við viðkomandi tímabil og hafa ekki unnið til verðlauna í þessum flokki.

Innsending verður að fela í sér minnst einn eftirtalinna miðla: Sjónvarp,útvarp, prentmiðil, vefmiðil eða umhverfisauglýsingar. Það er skilyrðiað einn af þeim miðlum sem sendir eru inn sé lykildrifkraftur í árangriherferðarinnar eins og hann er kynntur í greinargerðinni. Ekki er tekið við kynningarmyndbandi á auglýsingefni sem heild. Þ.e.ekki er heimilt að klippa saman mismunandi herferðarefni að hlutaeða í heild, heldur eingöngu til að sýna fram í virkni ef því verður ekki komið við með öðrum hætti.

VINNINGSHAFI SÍÐASTA ÁRS

Enter this Category

IMARK

ÍMARK|imark@imark.is|imark.is

© iMark. Allur réttur áskilinn.